Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2022 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa. Verðlag Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa.
Verðlag Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira