Fjórfaldi heimsmeistarinn Vettel hættir eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 17:02 Sebastian Vettel ætlar að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti það í dag að hann ætli sér að hætta keppni að yfirstandandi tímabili loknu. Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira