Bannað að vísa starfsmönnum á dyr Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. júlí 2022 15:00 Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar