Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2022 22:12 Víkingaskipið í fjörunni undir Horni, sem upphaflega var Horn hið eystra, eða Eystrahorn, en hefur í seinni tíð verið nefnt Vestrahorn. Horn hið vestra var hins vegar notað um Hornbjarg á Vestfjörðum. KMU Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37
Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55