Ertu með eða á móti? Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar