Ertu með eða á móti? Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar