Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:45 Masi vildi ekki tala við neinn eftir atvikið og einangraði sig. Bryn Lennon/Getty Images Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“ Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“
Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira