Vakinn af værum blundi með skjálftasímtali úr Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2022 11:15 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Ívar Grindvíkingar virðast lítið hafa fundið fyrir þremur stórum skjálftum sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti og í nótt. Bæjarstjórinn segir að dóttir hans hafi vakið foreldra sína í gærkvöldi með símtali úr Kópavogi, smeyk um stöðuna í Grindavík eftir að hafa fundið vel fyrir einum af skjálftunum. Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54