Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:46 Enn eru engin merki um gosóróa á Reykjanesi þó jarðskjálftar séu stöðugir. Vísir/RAX Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26