Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 22:55 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira