Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 15:01 Matt Jones er á meðal þeirra þriggja sem töpuðu málinu fyrir PGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu. FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. LIV-mótaröðin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
LIV-mótaröðin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira