Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Edda í fréttasettinu í Skaftahlíð. Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum. Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira