Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 18:02 Marina Ovsyannikova hefur verið handtekin fyrir að fara niðrandi orðum um rússneska herinn og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi. AP Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39