Börn geti fengið of stóran skammt af svefnlyfjum vegna ósamræmis samheitalyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 22:17 Viðar Örn Eðvarðsson segir að þegar fjölskyldur séu komnar í þrot vegna svefnleysis barns geti þurft að ávísa svefnlyfjum, Samsett/Domus/Getty Sérfræðingur í nýrnalækningum barna segir „bagalegt“ að lyfseðilsskylt svefnlyf fyrir börn fáist ekki á landinu og að samheitalyf skuli koma í mörgum mismunandi styrkleikum. Slíkt geti valdið því að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til. Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til.
Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira