Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 14:25 Reynir Grétarsson er velgjörðarmaðurinn sem var óþekktur fyrir skömmu. Hér tekur hann í spaðann á Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, varaformanni Samtakanna '78. Samtökin '78 Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar. Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar.
Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira