„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 12:31 Haaland og Guardiola takast í hendur eftir að Haaland var skipt út af í leiknum gegn West Ham í fyrstu umferð deildarinnar. Getty Images Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira