Katrín Tanja ferðaðist yfir öll Bandaríkin eftir neyðarkall frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sagði frá því hvað sérstaklega góður vinur gerir þegar þú þarft á honum að halda. Anníe lýsti viðbrögðum Katrínar Tönju Davíðsdóttur á heimsleikunum í CrossFit. Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira