Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 11:04 Leikmenn FH voru illir eftir að dæmd var vítaspyrna á þá sem reyndar fór svo forgörðum. Skjáskot Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan. Besta deild karla KR FH Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan.
Besta deild karla KR FH Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira