Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 11:22 Öryggisverðir reyndu að halda fólki inni en fólkið hafði betur að lokum líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47
Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13