Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi? Helga Þórólfsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 18:00 Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun