Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Bæði leikmenn Þórs og Selfoss reyndu að benda dómaranum reynslumikla Erlendi Eiríkssyni á það að hann væri að reka rangan leikmann af velli. Skjáskot/433.is Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi. Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið. Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira