„Létt kast og þægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 10:00 Hilmar Örn Jónsson öskrar á eftir sleggjunni eftir kast á Evrópumótinu í München í dag þar sem hann vann sig inn í úrslit með frábæru kasti í þriðju og síðustu tilraun. Getty/Patrick Smith „Ég vissi að ég myndi gera þetta,“ sagði Hilmar Örn Jónsson eftir að hafa kastað sleggju 76,33 metra, eða meira en sem nemur hæð Hallgrímskirkju, þegar mest lá við á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag. Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Sjá meira
Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Sjá meira