LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 10:31 LeBron er eflaust aðeins ánægðari í dag en hann var þarna. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00
LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31
LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum