Lilja skákar Katrínu og Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 13:11 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir voru bæði tekjulægri á síðasta ári en Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira