Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 12:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir miður að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan. Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan.
Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43