Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 13:40 Lítið vatn er í ám víða um Kína. AP/Olivia Zhang Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent. Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent.
Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49