Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 08:06 Dan Price varð frægur fyrir andkapítalíska stefnu sína sem forstjóri. Til dæmis fyrir að hafa lækkað laun sín verulega svo starfsmenn hans fengju almennileg árslaun. Getty/Leonard Ortiz Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau. Bandaríkin MeToo Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau.
Bandaríkin MeToo Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira