Napoli fær vænan liðsstyrk Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:30 Ndombele hefur ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Tottenham. James Williamson - AMA/Getty Images Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira