BKG sýndur í nýju ljósi á heimsleikunum: Einn erfiðasti klukkutíminn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson er magnaður íþróttamaður og það er fróðlegt að sjá hvað gengur á hjá honum á milli keppnisgreina á heimsleikunum i CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson leyfði einstakt aðgengi að sér á heimsleikunum í CrossFit í ár en þeim lauk í byrjun mánaðarins. Nú má sjá afrakstur þess. Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira