Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 18:49 Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum. Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum.
Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24