Kærir Kyrgios fyrir meiðyrði: „Lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2022 07:01 Nick Kyrgios hefur ekki verið þekktur fyrir að halda aftur að orðum sínum en nú gæti kjafturinn á honum verið búinn að koma honum í klandur. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið ákærður fyrir meiðyrði eftir að hann bað dómara í leik hans gegn Novak Djokovic í úrslitum Wimbeldon mótsins að láta fjarlægja konu úr áhorfendastúkunni. Kyrgios var orðinn þreyttur á sífellum hrópum í konunni og bað dómarann að láta fjarlægja „þessa sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki.“ Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út. Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira
Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út.
Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira