Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra í Olís-deildinni í vetur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2022 23:30 Ísak Gústafsson á eftir að blómstra í Olís-deildinni í vetur ef marka má Stefán Árna Pálsson. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, var gestur í síðasta þætti af hlaðvarpinu Handkastið. Hann fór um víðan völl og valdi meðal annars fimm leikmenn í Olís-deild karla sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán Árni setti saman fjölbreyttan fimm manna lista yfir leikmenn sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán valdi leikmenn frá fimm mismunandi liðum, ásamt því að Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, bætti nokkrum við sem gætu gert tilkall til þess að komast á listann. Hlusta má á þá félaga fara yfir listann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra 5. Ísak Gústafsson, Selfoss „Selfoss er búið að missa mikið af leikmönnum og þeir þurfa bara rosalega mikið á honum að halda. Ég held að hann eigi eftir að blómstra á þessu tímabili og hann sýnir það náttúrulega svolítið á Ragnarsmótinu. Ég held að hann gæti bara orðið besti leikmaðurinn hjá liðinu á tímabilinu.“ 4. Dagur Gautason, KA „Ég hef mikla trú á honum. Hann er kominn heim í KEA-skyrið og honum á eftir að líða miklu betur í KA-heimilinu. Þetta voru mikil vonbrigði á seinasta tímabili en ég held að hann eigi eftir að blómstra aftur heima.“ 3. Jóhannes Berg Andrason, FH „Ég held að hann sé bara kominn á akkúrat réttan stað. Ég held að hann sé kominn í ofboðslega flott umhverfi þar sem er handboltasaga. Ég er ekki að segja að Víkingsumhverfið hafi verið lélegt, ég er bara að segja að FH eigi eftir að hlúa ofboðslega vel að þessum strák. Hann er frábær í sókn og hann er líka ofboðslega góður í vörn.“ 2. Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding „Hann fer úr axlalið á seinasta tímabili og kemur aftur í tvo seinustu leikina í deildinni minnir mig. Ég held að hann eigi eftir að vera ofboðslega góður fyrir Aftureldingu og ég held að hann verði að vera það. Ég held að hann eigi eftir að blómstra.“ 1. Elmar Erlingsson, ÍBV „Gaurinn sem stal senunni úrslitakeppninni ásamt Steven Tobar Valencia er Elmar Erlingsson hjá ÍBV. Geggjuð týpa, geggjaður töffari, áræðinn og skynsamur. Ég held að hann verði frábær hjá ÍBV. Erlingur [Richardsson] gerði rosalega vel með hann í fyrra, bara koma honum hægt og rólega inn í þetta og svo þegar kom að úrslitakeppninni þá var hann bara orðinn byrjunarliðsmaður.“ Olís-deild karla Handkastið Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Stefán Árni setti saman fjölbreyttan fimm manna lista yfir leikmenn sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán valdi leikmenn frá fimm mismunandi liðum, ásamt því að Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, bætti nokkrum við sem gætu gert tilkall til þess að komast á listann. Hlusta má á þá félaga fara yfir listann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra 5. Ísak Gústafsson, Selfoss „Selfoss er búið að missa mikið af leikmönnum og þeir þurfa bara rosalega mikið á honum að halda. Ég held að hann eigi eftir að blómstra á þessu tímabili og hann sýnir það náttúrulega svolítið á Ragnarsmótinu. Ég held að hann gæti bara orðið besti leikmaðurinn hjá liðinu á tímabilinu.“ 4. Dagur Gautason, KA „Ég hef mikla trú á honum. Hann er kominn heim í KEA-skyrið og honum á eftir að líða miklu betur í KA-heimilinu. Þetta voru mikil vonbrigði á seinasta tímabili en ég held að hann eigi eftir að blómstra aftur heima.“ 3. Jóhannes Berg Andrason, FH „Ég held að hann sé bara kominn á akkúrat réttan stað. Ég held að hann sé kominn í ofboðslega flott umhverfi þar sem er handboltasaga. Ég er ekki að segja að Víkingsumhverfið hafi verið lélegt, ég er bara að segja að FH eigi eftir að hlúa ofboðslega vel að þessum strák. Hann er frábær í sókn og hann er líka ofboðslega góður í vörn.“ 2. Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding „Hann fer úr axlalið á seinasta tímabili og kemur aftur í tvo seinustu leikina í deildinni minnir mig. Ég held að hann eigi eftir að vera ofboðslega góður fyrir Aftureldingu og ég held að hann verði að vera það. Ég held að hann eigi eftir að blómstra.“ 1. Elmar Erlingsson, ÍBV „Gaurinn sem stal senunni úrslitakeppninni ásamt Steven Tobar Valencia er Elmar Erlingsson hjá ÍBV. Geggjuð týpa, geggjaður töffari, áræðinn og skynsamur. Ég held að hann verði frábær hjá ÍBV. Erlingur [Richardsson] gerði rosalega vel með hann í fyrra, bara koma honum hægt og rólega inn í þetta og svo þegar kom að úrslitakeppninni þá var hann bara orðinn byrjunarliðsmaður.“
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita