Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 17:14 Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í sumar. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu um Samkeppniseftirlitið að beiðni þingmanna sem telja samrunaferli of hægt. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni. Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni.
Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira