Án lykilmanns í úrslitaleiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:01 Lieke Martens meiddist á Evrópumótinu í Englandi í sumar og verður ekki með gegn Íslandi. Getty Glænýr landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 26 leikmenn í landsliðshóp fyrir leikinn við Ísland í Utrecht 6. september, sem verður úrslitaleikur um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári. Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira