Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“ Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2022 08:15 Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af. Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af.
Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira