Ætlaði sér að bana formanni sænska Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:00 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. EPA Lögregla í Svíþjóð segir að maður, sem stakk konu á sjötugsaldri til bana í Visby á Gotlandi í júlí, hafi ætlað sér að myrða Annie Lööf, formann sænska Miðflokksins. Árásin átti sér stað þann 6. júlí þegar hin árlega stjórnmálavika í Almedalnum fór fram þar sem allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svíþjóðar safnast saman. Henrik Olin, saksóknari í málinu, sagði í gær að árásarmaðurinn, Theodor Engström, sé grunaður um undirbúning hryðjuverks með því að fremja morð en hann var handtekinn skömmu eftir að hann banaði Ing-Marie Wieselgren á götu úti í Visby. Wieselgren var einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í geðheilbrigðismálum og var stödd á Gotlandi í tilefni af stjórnmálavikunni. Réðst Engström á hana með hníf og lést hún af sárum sínum. Olin segir að Lööf hafi verið skotmark árásarinnar, en Lööf átti að halda fréttamannafund nærri staðnum þar sem Engström réðst á Wieselgrein, skömmu eftir að árásin var gerð. Lööf segir það mjög óþægilegt að vita að hún hafi skotmark árásarinnar og að vitaskuld hafi það áhrif á sig. „En hatrið má ekki vinna,“ segir Lööf. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter í gær að það sé agalegt að það „hatur sem Svíþjóðardemókratar og önnur hægriöfgaöfl hafi beint að Annie Lööf hafi leitt til þessa“. Fruktansvärt att det hat som SD och andra högrextrema krafter riktat mot @annieloof lett till detta. All heder och omtanke till dej Annie — Ann Linde (@AnnLinde) August 25, 2022 Talsmenn Svíþjóðardemókrata hafa gagnrýnt Linde harkalega fyrir að hafa teiknað flokkinn upp sem hóp morðingja. Kosningabaráttan í Svíþjóð er í fullum gangi en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. september næstkomandi. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Henrik Olin, saksóknari í málinu, sagði í gær að árásarmaðurinn, Theodor Engström, sé grunaður um undirbúning hryðjuverks með því að fremja morð en hann var handtekinn skömmu eftir að hann banaði Ing-Marie Wieselgren á götu úti í Visby. Wieselgren var einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í geðheilbrigðismálum og var stödd á Gotlandi í tilefni af stjórnmálavikunni. Réðst Engström á hana með hníf og lést hún af sárum sínum. Olin segir að Lööf hafi verið skotmark árásarinnar, en Lööf átti að halda fréttamannafund nærri staðnum þar sem Engström réðst á Wieselgrein, skömmu eftir að árásin var gerð. Lööf segir það mjög óþægilegt að vita að hún hafi skotmark árásarinnar og að vitaskuld hafi það áhrif á sig. „En hatrið má ekki vinna,“ segir Lööf. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter í gær að það sé agalegt að það „hatur sem Svíþjóðardemókratar og önnur hægriöfgaöfl hafi beint að Annie Lööf hafi leitt til þessa“. Fruktansvärt att det hat som SD och andra högrextrema krafter riktat mot @annieloof lett till detta. All heder och omtanke till dej Annie — Ann Linde (@AnnLinde) August 25, 2022 Talsmenn Svíþjóðardemókrata hafa gagnrýnt Linde harkalega fyrir að hafa teiknað flokkinn upp sem hóp morðingja. Kosningabaráttan í Svíþjóð er í fullum gangi en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. september næstkomandi.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22