Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir launaþjófnað ekki eiga að líðast í samfélaginu og vill taka á slíkum málum af meiri festu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira