Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Atli Jónasson stóð vaktina í marki Leiknis á Kópavogsvelli. Vísir/Diego Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30