„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 14:59 Einar telur þjóðháttafræðinginn Árna Böðvarsson alveg úti á túni með það að ekki megi kenna landsnámsmenn við víkinga. Svo mikið sé víst að ekki lögðust þeir „í bónda“. vísir/einar/vilhelm Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar. Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar.
Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira