Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2022 19:11 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“ Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“
Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira