Viðreisn vill flýta samþjöppun Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:02 Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni. Þetta hafa þingmenn flokksins staðfest í viðtölum. Af þessum sökum átti ég síður von á þeim viðbrögðum sem greinin fékk frá formanni Viðreisnar. Ég sagði einfaldlega það sem rétt er. Með þögn um þetta atriði í svargrein gengst formaðurinn auðvitað við þessari stefnu. Hvað sem því líður setur formaðurinn fram ýmiskonar hugleiðingar og staðhæfingar um Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem flestar eru rangar. Ég leyfi mér að nefna nokkur dæmi: 1. SFS fagna allri umræðu um sjávarútveg. Uppbyggileg skoðanaskipti auka skilning. Nýting náttúruauðlinda er aukinheldur eðlilegt viðfangsefni stjórnmálanna og sjávarútvegur getur því ekki kveinkað sér yfir mikilli eða harkalegri umræðu á þeim vettvangi. Þegar kemur hins vegar að grundvallarbreytingum í umhverfi sjávarútvegs, þá hljóta atvinnugreinin, fyrirtækin, fólkið sem vinnur við sjávarútveg og sjávarútvegssveitarfélög, svo einhverjir hagaðilar séu nefndir, að mega gera þá sanngjörnu kröfu að stjórnmálin færi rök fyrir tillögum sínum og útskýri hver áhrif þeirra muni verða. Í ljósi þess að rætt var um áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í þeirri frétt sem ég vitnaði til í upphaflegri grein minni og fréttamaður óskaði viðbragða formanns Viðreisnar, þá hefði það sannanlega átt erindi til almennings að upplýsa að aukin samþjöppun yrði einmitt afleiðing ef stefna þess flokks næði fram að ganga. Þess í stað var látið að því liggja, ranglega, að Viðreisn hefði einhvers konar lausn til að sefa þessar áhyggjur almennings. Það var sérkennilegt. Önnur var athugasemd mín ekki – og síst af öllu var henni ætlað að skapa geðshræringu og ótta um að lýðræðið væri komið að fótum fram vegna þessara orða minna. 2. SFS eru hlynnt því að greitt sé fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Ákjósanlegra væri að sjá meira jafnræði með atvinnugreinum sem nýta allar auðlindir landsins, líkt og markmiðið var með skýrslu auðlindanefndar, undir stjórn Jóhannesar Nordal, frá árinu 2000. Hvað sem því líður hafa SFS ekki mótmælt hóflegu auðlindagjaldi. Megináhersla SFS hefur verið sú að gjaldtakan skaði ekki samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, enda verða áhrifin þau að samfélagið í heild sinni tapar. Veiðigjald er ekki einangruð stærð, heldur hluti af heildarmynd sem mikilvægt er að hafa í huga þegar rætt er um tilhögun og umfang gjaldtökunnar. Á þetta benti varaformaður Viðreisnar þegar hann var ráðgjafi þeirrar nefndar sem formaður Viðreisnar skipaði árið 2017. Þá sagði hann að sér fyndist hugmyndir manna „um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“ og að veiðigjald yrði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð og myndi aldrei leysa af hólmi tekjuskatta. Afstaða SFS er því að líkindum ekki svo fjarri afstöðu varaformanns Viðreisnar. 3. Löggjafinn stýrir umgjörðinni, ekki SFS. Í kjölfar ágætrar vinnu áðurgreindrar auðlindanefndar árið 2000, tók löggjafinn þá ákvörðun að tilhögun auðlindagjalds í sjávarútvegi skyldi vera í formi veiðigjalds sem tæki mið afkomu fiskveiða og að gjaldið skyldi vera það sama óháð því hver veiddi fiskinn. Með þessum hætti vildi löggjafinn m.a. stuðla að því að hagkvæmur og heilbrigður rekstur sjávarútvegsfyrirtækja yrði ofan á, enda væri það grundvöllur þjóðfélagslegs ábata. Þetta þekkir formaður Viðreisnar vel, enda greiddi hún atkvæði á þingi með frumvarpi því sem leiddi veiðigjaldið upphaflega í lög. Það var árið 2002. Þess má geta að auðlindanefndin fjallaði einnig um fyrningarleiðina, sem Viðreisn hefur nú gefið hið nýstárlega heiti markaðslausn. Sú leið varð ekki fyrir valinu, að vel ígrunduðu máli. Þrátt fyrir að tveir áratugir séu liðnir hafa þessar hugmyndir enn ekki fengið brautargengi. Það verður formaður Viðreisnar að eiga við kjósendur en ekki SFS. 4. Enginn sniðgengur lög í skjóli SFS. Það er alveg skýrt að löggjafinn hefur á sínu valdi að ákveða þá umgjörð sem um sjávarútveg skal gilda. Sú skýlausa krafa er gerð af hálfu SFS að félagsmenn fylgi settum reglum. Það er því rangt hjá formanni Viðreisnar að fyrirtæki, með einhvers konar stuðningi SFS, sniðgangi sett lög eða stjórnvaldsfyrirmæli um hámarks aflahlutdeild. 5. SFS styðja hina einu sönnu markaðslausn. Þau fyrirtæki sem veiða fiskinn nú hafa keypt aflaheimildir af þeim sem hafa hætt á markaðsvirði hvers tíma. Markaðurinn er sannanlega frjáls og ríkið tekur sinn skerf í formi skatta þegar aflaheimildir skipta um hendur. Sú hugmynd Viðreisnar að svipta fyrirtæki lykileignum og endurúthluta þeim í miðstýrðu, flóknu, dýru og ógagnsæju ferli, á lítið skylt við hinn frjálsa markað. Sagan geymir aukinheldur allt of mörg dæmi þess að hið opinbera er hvorki góður eigandi né seljandi takmarkaðra gæða. Við lestur á hugleiðingum formanns Viðreisnar varð mér hugsað til orða Halldórs Laxness í Innansveitarkroniku um aðal- og aukaatriði. Sagði þar orðrétt: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þrátt fyrir allar staðleysur formanns Viðreisnar var kjarna upphaflegs pistils míns ekki mótmælt. Það nægir mér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni. Þetta hafa þingmenn flokksins staðfest í viðtölum. Af þessum sökum átti ég síður von á þeim viðbrögðum sem greinin fékk frá formanni Viðreisnar. Ég sagði einfaldlega það sem rétt er. Með þögn um þetta atriði í svargrein gengst formaðurinn auðvitað við þessari stefnu. Hvað sem því líður setur formaðurinn fram ýmiskonar hugleiðingar og staðhæfingar um Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem flestar eru rangar. Ég leyfi mér að nefna nokkur dæmi: 1. SFS fagna allri umræðu um sjávarútveg. Uppbyggileg skoðanaskipti auka skilning. Nýting náttúruauðlinda er aukinheldur eðlilegt viðfangsefni stjórnmálanna og sjávarútvegur getur því ekki kveinkað sér yfir mikilli eða harkalegri umræðu á þeim vettvangi. Þegar kemur hins vegar að grundvallarbreytingum í umhverfi sjávarútvegs, þá hljóta atvinnugreinin, fyrirtækin, fólkið sem vinnur við sjávarútveg og sjávarútvegssveitarfélög, svo einhverjir hagaðilar séu nefndir, að mega gera þá sanngjörnu kröfu að stjórnmálin færi rök fyrir tillögum sínum og útskýri hver áhrif þeirra muni verða. Í ljósi þess að rætt var um áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í þeirri frétt sem ég vitnaði til í upphaflegri grein minni og fréttamaður óskaði viðbragða formanns Viðreisnar, þá hefði það sannanlega átt erindi til almennings að upplýsa að aukin samþjöppun yrði einmitt afleiðing ef stefna þess flokks næði fram að ganga. Þess í stað var látið að því liggja, ranglega, að Viðreisn hefði einhvers konar lausn til að sefa þessar áhyggjur almennings. Það var sérkennilegt. Önnur var athugasemd mín ekki – og síst af öllu var henni ætlað að skapa geðshræringu og ótta um að lýðræðið væri komið að fótum fram vegna þessara orða minna. 2. SFS eru hlynnt því að greitt sé fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Ákjósanlegra væri að sjá meira jafnræði með atvinnugreinum sem nýta allar auðlindir landsins, líkt og markmiðið var með skýrslu auðlindanefndar, undir stjórn Jóhannesar Nordal, frá árinu 2000. Hvað sem því líður hafa SFS ekki mótmælt hóflegu auðlindagjaldi. Megináhersla SFS hefur verið sú að gjaldtakan skaði ekki samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, enda verða áhrifin þau að samfélagið í heild sinni tapar. Veiðigjald er ekki einangruð stærð, heldur hluti af heildarmynd sem mikilvægt er að hafa í huga þegar rætt er um tilhögun og umfang gjaldtökunnar. Á þetta benti varaformaður Viðreisnar þegar hann var ráðgjafi þeirrar nefndar sem formaður Viðreisnar skipaði árið 2017. Þá sagði hann að sér fyndist hugmyndir manna „um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“ og að veiðigjald yrði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð og myndi aldrei leysa af hólmi tekjuskatta. Afstaða SFS er því að líkindum ekki svo fjarri afstöðu varaformanns Viðreisnar. 3. Löggjafinn stýrir umgjörðinni, ekki SFS. Í kjölfar ágætrar vinnu áðurgreindrar auðlindanefndar árið 2000, tók löggjafinn þá ákvörðun að tilhögun auðlindagjalds í sjávarútvegi skyldi vera í formi veiðigjalds sem tæki mið afkomu fiskveiða og að gjaldið skyldi vera það sama óháð því hver veiddi fiskinn. Með þessum hætti vildi löggjafinn m.a. stuðla að því að hagkvæmur og heilbrigður rekstur sjávarútvegsfyrirtækja yrði ofan á, enda væri það grundvöllur þjóðfélagslegs ábata. Þetta þekkir formaður Viðreisnar vel, enda greiddi hún atkvæði á þingi með frumvarpi því sem leiddi veiðigjaldið upphaflega í lög. Það var árið 2002. Þess má geta að auðlindanefndin fjallaði einnig um fyrningarleiðina, sem Viðreisn hefur nú gefið hið nýstárlega heiti markaðslausn. Sú leið varð ekki fyrir valinu, að vel ígrunduðu máli. Þrátt fyrir að tveir áratugir séu liðnir hafa þessar hugmyndir enn ekki fengið brautargengi. Það verður formaður Viðreisnar að eiga við kjósendur en ekki SFS. 4. Enginn sniðgengur lög í skjóli SFS. Það er alveg skýrt að löggjafinn hefur á sínu valdi að ákveða þá umgjörð sem um sjávarútveg skal gilda. Sú skýlausa krafa er gerð af hálfu SFS að félagsmenn fylgi settum reglum. Það er því rangt hjá formanni Viðreisnar að fyrirtæki, með einhvers konar stuðningi SFS, sniðgangi sett lög eða stjórnvaldsfyrirmæli um hámarks aflahlutdeild. 5. SFS styðja hina einu sönnu markaðslausn. Þau fyrirtæki sem veiða fiskinn nú hafa keypt aflaheimildir af þeim sem hafa hætt á markaðsvirði hvers tíma. Markaðurinn er sannanlega frjáls og ríkið tekur sinn skerf í formi skatta þegar aflaheimildir skipta um hendur. Sú hugmynd Viðreisnar að svipta fyrirtæki lykileignum og endurúthluta þeim í miðstýrðu, flóknu, dýru og ógagnsæju ferli, á lítið skylt við hinn frjálsa markað. Sagan geymir aukinheldur allt of mörg dæmi þess að hið opinbera er hvorki góður eigandi né seljandi takmarkaðra gæða. Við lestur á hugleiðingum formanns Viðreisnar varð mér hugsað til orða Halldórs Laxness í Innansveitarkroniku um aðal- og aukaatriði. Sagði þar orðrétt: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þrátt fyrir allar staðleysur formanns Viðreisnar var kjarna upphaflegs pistils míns ekki mótmælt. Það nægir mér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun