Svakalegur sigur Serenu: „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 12:31 Williams vann geggjaðan sigur í nótt. Frey/TPN/Getty Images Serena Williams er komin áfram í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem gæti verið hennar síðasta í einliðaleik á ferlinum. Hún lagði Anett Kontaveit, sem var talin líkleg til afreka, óvænt í nótt. Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn. Tennis Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn.
Tennis Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn