Svakalegur sigur Serenu: „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 12:31 Williams vann geggjaðan sigur í nótt. Frey/TPN/Getty Images Serena Williams er komin áfram í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem gæti verið hennar síðasta í einliðaleik á ferlinum. Hún lagði Anett Kontaveit, sem var talin líkleg til afreka, óvænt í nótt. Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn. Tennis Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn.
Tennis Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira