Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2022 13:17 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (annar t.v.) er mættur með samstarfsmönnum sínum að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. AP/Alþjóðakjarnorkustofnunin Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48
Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent