Samræmdum prófum slaufað og „Matsferill“ kemur í þeirra stað Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 10:11 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Samræmd könnunarpróf í grunnskóla verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári og fram til ársins 2024. Í stað prófanna verður unnið með svokallaðan „Matsferil“, nýtt samræmt námsmat, sem mun leysa samræmdu prófin af hólmi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar segir að með lagabreytingu í sumar hafi skyldu um lagningu prófanna verið frestað á meðan unnið sé áfram að þróun umrædds Matsferils sem byggi á tillögum starfshóps frá árinu 2020 um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdu prófanna. „Breiður hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila vann tillögurnar. Aðalmarkmiðið er að færa skipulag námsmats nær nemendum og kennurum þannig að það þjóni nemendum sem verkfæri, aðgengilegu fyrir kennara og skóla til að nota eftir þörfum. Samræmd próf voru tengd innritun í framhaldsskóla en svo hefur ekki verið um árabil. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á að samræmt námsmat veiti skólum, nemendum og foreldrum upplýsingar um stöðu nemenda og skapi færi á að styðja við nám þeirra áður en grunnskólanámi lýkur. Samhliða breytingunni verður ytra mat skóla eflt þar sem alþjóðlegar kannanir og ytra mat hvers skóla eru talin heppilegri tæki til að sinna eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytisins og gefa nákvæmari heildarmynd af stöðu menntakerfisins.“ Ætlað að fjölga verkfærum skóla Ennfremur segir að með breytingunum eigi að fjölga verkfærum skólanna. Matsferill eigi að gefa nákvæmari mynd af stöðu og framvindu nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla á þann veg að hægt verði að sjá hvað þurfi að bæta. „Gert er ráð fyrir að útfærsla verkefnisstjórnar á fyrirkomulaginu til framtíðar liggi fyrir vorið 2023 og að samráð um áframhaldandi þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar segir að með lagabreytingu í sumar hafi skyldu um lagningu prófanna verið frestað á meðan unnið sé áfram að þróun umrædds Matsferils sem byggi á tillögum starfshóps frá árinu 2020 um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdu prófanna. „Breiður hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila vann tillögurnar. Aðalmarkmiðið er að færa skipulag námsmats nær nemendum og kennurum þannig að það þjóni nemendum sem verkfæri, aðgengilegu fyrir kennara og skóla til að nota eftir þörfum. Samræmd próf voru tengd innritun í framhaldsskóla en svo hefur ekki verið um árabil. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á að samræmt námsmat veiti skólum, nemendum og foreldrum upplýsingar um stöðu nemenda og skapi færi á að styðja við nám þeirra áður en grunnskólanámi lýkur. Samhliða breytingunni verður ytra mat skóla eflt þar sem alþjóðlegar kannanir og ytra mat hvers skóla eru talin heppilegri tæki til að sinna eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytisins og gefa nákvæmari heildarmynd af stöðu menntakerfisins.“ Ætlað að fjölga verkfærum skóla Ennfremur segir að með breytingunum eigi að fjölga verkfærum skólanna. Matsferill eigi að gefa nákvæmari mynd af stöðu og framvindu nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla á þann veg að hægt verði að sjá hvað þurfi að bæta. „Gert er ráð fyrir að útfærsla verkefnisstjórnar á fyrirkomulaginu til framtíðar liggi fyrir vorið 2023 og að samráð um áframhaldandi þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira