Sameinast um að fægja og lífga upp á falda perlu á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2022 07:37 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, í beinni útsendingu frá Blönduósi með gamla bæjarkjarnann í baksýn. Sigurjón Ólason Sveitarstjórn Húnabyggðar og fyrirtækið Info Capital hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gamla bæjarkjarnans á Blönduósi. Gömlu götumyndinni er lýst sem einstakri perlu sem ætlunin er að fægja og lífga upp á. Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum:
Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15