Sameinast um að fægja og lífga upp á falda perlu á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2022 07:37 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, í beinni útsendingu frá Blönduósi með gamla bæjarkjarnann í baksýn. Sigurjón Ólason Sveitarstjórn Húnabyggðar og fyrirtækið Info Capital hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gamla bæjarkjarnans á Blönduósi. Gömlu götumyndinni er lýst sem einstakri perlu sem ætlunin er að fægja og lífga upp á. Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum:
Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15