„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 20:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á olíufélögin og fleiri að bjóða landsbyggðinni upp á sambærileg kjör og höfuðborgarbúar njóta. Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann. Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann.
Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira