Nennum Nýsköpun Svava Björk Ólafsdóttir skrifar 5. september 2022 17:30 Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar