Ósýnilegu börnin Guðlaugur Kristmundsson skrifar 6. september 2022 07:31 Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar