Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2022 10:00 Selfyssingar fagna sigrinum í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili. selfoss Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti
Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita