Völsurum spáð titlinum í báðum deildum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 12:40 Valsmönnum er spáð titlinum en þeir unnu þrefalt í fyrra. Valskonum er einnig spáð efsta sæti en þær horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Fram á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki. Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það.
Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig)
Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig)
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira