Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:31 Magnus Carlsen hefur alls orðið fimm sinnum heimsmeistari í skák. Olimpik/Getty Images Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins. Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins.
Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira